Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ 2007 - ? Formaður frá 10. febrúar 2007
65. ársþingi KSÍ er lokið en það fór fram að þessu sinni á Hilton Nordica Hótel. Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ en hann var einn í kjöri. Kosið var um fjögur sæti í aðlstjórn KSÍ og voru fimm í framboði. Gild atkvæði voru 104 og skiptust þau á eftirfarandi hátt: Guðrún Inga Sívertsen 104 atkvæði, Vignir Már Þormóðsson 91 atkvæði, Gylfi Þór Orrason 90 atkvæði, Róbert Agnarsson 90 atkvæði, Einar Hermannsson 41 atkvæði. Þau Guðrún Inga, Vignir Már, Gylfi Þór og Róbert sitja því í stjórn næstu tvö árin. Ásamt þeim sitja því í aðalstjórn: Jón Gunnlaugsson, Lúðvík S. Georgsson, Ragnhildur Skúladóttir, Rúnar Arnarson Aftari röð frá vinstri: Sigvaldi Einarsson, Björn Friðþjófsson, Þórarinn Gunnarsson, Róbert Agnarsson, Jón Gunnlaugsson, Tómas Þóroddsson, Valdemar Einarsson, Jakob Skúlason og Þórir Hákonarson. Fremri röð frá vinstri: Vignir Már Þormóðsson, Rúnar Arnarsson, Ragnhildur Skúladóttir, Geir Þorsteinsson, Guðrún Inga Sívertsen, Gylfi Þór Orrason og Lúðvík Georgsson.