KSI, sparkvellir
Ferð sem Geir Þorsteinsson, Eyjólfur Sverrisson og Jóhann G. Kristinsson fóru á Sauðárkrók til að ræða við bæjaryfirvöld um aðstöðu áhorfenda við hið nýja íþróttasvæði.
Á síðasta ári var byggður sparkvöllur við Árskóla á Sauðárkróki. Völlurinn er byggður skv. leiðbeiningum frá KSÍ sem gefnar voru út 1998 (Bækingur KSÍ um sparkvelli) og er lagður gervigrasi af bestu gerð. Fulltrúar KSÍ sem staddir voru á Sauðárkróki á miðvikudag notuðu tækifærið og skoðuðu völlinn. Eyjólfur Sverrisson, sem ráðinn hefur verið til að stýra sparkvallaátaki KSÍ, hitti börn úr skólanum í frímínútum og vakti koma hans mikla athygli. Fulltrúar KSÍ hrósuðu stjórnendum sveitarfélagsins fyrir smíði vallarins síðar um daginn, en það er einmitt markmið KSÍ með að slíkir vellir verði reistir um land allt. Fram kom í máli skólastjórans, Óskars Björnssonar, að völlurinn hafi gjörbreytt aðstöðu barna við skólann og að utan skólatíma sé völlurinn í notkun - til æfinga á vegum Tindastóls eða af börnum í leik.
Geir Þorsteinsson, Ómar Bragi Stefánsson og Eyjólfur Sverrisson.