Sparkvöllur vígður í Vogum á Vatnsleysuströnd og stendur völlurinn við Stóru-Vogaskóla, en sama dag var nýr áfangi skólans vígður. Mikil breyting er þar með orðin til hins betra á aðstöðu til skólahalds og ekki síður til knattspyrnuiðkunar fyrir krakkana í Vogum. Viðstaddir voru skólakrakkar og hreppsbúar, m.a. Jón Gunnarsson oddviti, Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri, fulltrúar skólans og Ungmennafélagsins Þróttar, auk fulltrúa KSÍ og var það Halldór B. Jónsson sem sá um það. .