Ísland hafnaði í 4. sæti í Evrópubikarkeppni í frjálsiþróttum, 3. deild, sem fram fór á Laugardalsvelli 18. og 19. júní. Alls voru 14 lið mætt til leiks frá 16 þjóðum, en Liechtenstein, San Marínó og Gibraltar voru með sameiginlegt lið. Sigurvegarar keppinnar hér var lið Ísraels sem hlaut samtals 490 stig. Í öðru sæti var nokkuð óvænt lið Kýpur með 469 stig. Lið Moldova, varð í 3. sæti með 440 stig og Ísland varð í því fjórða með 411 stig. Þetta er fjölmennasta alþjóðlega frjálslíþróttamótið sem fram hefur farið hér á landi, en alls tóku 416 einstaklingar þátt í mótinu.