Ísland - Þýskaland 0-0 á Laugardalsvelli. Uppselt var 21. ágúst og hefði verið hægt að selja mun fleiri miða allt að 15.000 Margsskonar undirbúningur var fyrir leikinn, Þjóðverjar komu með 2 OB bíla, vararaflstöð, NDR (ARD) tóku leikinn upp með 20 vélum + 5 í stúdíóum (úti 7x7, inni 6x6, 6x9 og herbergið móti vallarþulnum) auk þess sem RÚV var með 5 vélar og 7 lausar vélar fyrir viðtöl á braut í hálfleik og eftir leik. Alls 37 vélar, 2 innlendar og 2 erlendar útvarpsstöðvar, 40 ljósmyndarar, 100 skrifandi blaðamenn, 200 tæknimenn sjónvarps. Auglýsingar voru á skiltum sem rúlluð upp og niður. Allur búnaður þjóðverja (2 OB bílar, rafstöði, 3 flutningabílar og bíll með skiltum) var fluttur til og frá landinu með Norrænu. Alls voru 250 gulir passar (við völl) og 120 bláir í sæti. 105 skátar, 40 lögregluþjónar voru að störfum. Fram sá um sjoppuna og salan rúmar 100 kr. á haus. Alls voru 12 í veitingum hjá okkur í VIP Ný sjónvarpsbúr.