Laugardalsvöllur. Föstudagur 3.10.2008, daginn fyrir bikarúrslit. Fyrir hádegi voru gerðar tilraunir með að hreinsa allan þennan snjó (8-10 cm. lag) af vellinum og kl. 13:00 komu Óli Þór og Ágúst Jensson til okkar og við ákváðum að besta leiðin væri að moka og skafa völlinn með snjósköfum, og allt með handafli. Við söfnuðum liði og byrjuðum svo verkið rúmlega 14:00 og 18:30 var allt búið. Alls unnu 25-30 manns sleitulaust í 4 tíma eða allls 120 vinnustundir þennan dag við að skafa og mokstur. Þeir voru: Jóhann G. Kristinsson, Kristinn V. Jóhannsson, Sigurður Þórðarson, Albert Sigurðsson, Anna María Guðmundsdóttir, Hallveig Ólafsdóttir, frá skrifstofu KSÍ, Birkir Sveinsson, Dagur Sveinn Dagbjartsson, Guðlaugur Gunnarsson, Gunnar Gylfason, Klara Bjartmars, Luka Kostic, Magnús Jónsson, Ómar Smárason, Ragnheiður Elíasdóttir, Rakel Hönnudóttir, frá GR, Ágúst Jensson, Arnaldur Freyr Birgisson, Róbert Árni Halldórsson, Hólmar Freyr Christiansson, Guðmundur Kristjánsson, frá Keili, Ólafur Þór Ágústsson, Haukur Jónsson, frá GKG Sveinn Steindórsson og Matthew Robbins, vinir Kristins, Eyjólfur Kolbeinsson, Gísli Sigurðarsson, Bjartmar Daðason og Atli Sveinn Jónsson