Unnið við viðgerð á búkkum undir auglýsingaskilti. Búkkarnir voru nagl- og heftishreinsaðir og síðan settir í bað með fúavörn. Það voru að sjálfsögðu Stefán Baldvin og Kristinn Vilhjálmur sem unnu þetta verk.
Sandi dælt úr gryfjunni (Uppdæling 5878720) og síðan verður nýr sandur (SandurÍmúr 5673555) settur í staðinn, en þetta var gert að beiðni FRÍ (sjá bréf 1.2.2002). Hinn sandurinn þótti of grófur og vildi þjappast of mikið.