Þjóðverjar Evrópumeistarar U19 kvenna 2007 Þjóðverjar lögðu Englendinga 2-1í úrslitaleik EM U19 kvenna á Laugardalsvellinum í dag. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og bæði mörkin komu í framlengingu. Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn. Varnir beggja liða voru þéttar fyrir og gáfu ekki mörg færi á sér, en Þjóðverjar komust næst því að skora þegar fyrirliðinn Nadine Kessler átti þrumuskot í þverslá enska marksins. Þýska liðið var sterkara í síðari hálfleik, en enska vörnin var gríðarlega þétt fyrir og var það fyrirliði þeirra, Fern Whelan, fremst í flokki. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma, þrátt fyrir harða hríð Þjóðverja að marki Englendinga, og því þurfti að framlengja. Strax á annarri mínútu framlengingarinnar náðu Þjóðverjar forystu með marki frá Nathalie Bock, sem kom knettinum í netið eftir mikinn barning í enska vítateignum. Englendingar lögðu þá meira í sóknina og freistuðu þess að jafna, en allt kom fyrir ekki, og það voru Þjóðverjar sem bættu við marki á lokamínútu framlengingarinnar. Þar var að verki Monique Kerschowski, sem gulltryggði þar með þýskan sigur. Þjóðverjar eru því Evrópumeistarar U19 landsliða kvenna annað árið í röð og í fimmta sinn á átta árum.
Tónleikar Kaupþings haldnir á Laugardalsvelli 17.8.2007 Tónleikarnir voru í boði Kaupþings og mættu 20-25.000 manns. Ýmsir tróðu upp, Páll Óskar, SSSól, LUXOR, Mugison, NYLON, TODMOBIL, Garðar Thor, Bubbi Morthens og Stuðmenn + BO