Laugardalsvöllur 29. október 2008. Á morgun verður Ísland - Írland A landsleikur kvenna. Völlurinn skafinn á milli 10:30 og 13:30 eða 25 manns í 3 tíma. Í þetta skipti voru það mest starfsfólk vallarins, skrifstofunnar og vinir og kunningjar sem komu og kláruðu verkið.
Laugardalsvöllur 30. okt. 2008. Ísland - Írland í kvöld. Fyrst voru svörtu motturnar settar á og kl. 16:00 þegar þær voru teknar af byrjaði ballið. Flest svæði vallarins voru í lagi en svell kom í ljós í og við miðjuhringinn og endaði með því að við settum salt á svellið og kroppuðum líka í það með göfflum og gerðum það aðeins mýkra og ósléttara sem dugði til að leikurinn var flautaður á kl. 18:00.