Íslendingar unnu glæsilegan sigur á Ítölum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið byrjaði af krafti og skoraði tvö mörk á nokkurra mínútna kafla í fyrri hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrst á 17. mínútu og Gylfi Einarsson bætti um betur þremur mínútum síðar. Aðsóknarmetið að Laugardalsvelli frá 1968 kolféll í kvöld en alls mættu á leikinn 20.204 manns og var orðið uppselt klukkutíma fyrir leikinn. Stuðningurinn við liðið var ótrúlegur og stórkostleg sjón að sjá allan þennan mannskap saman kominn á knattspyrnuleik á Íslandi.
Íslendingar unnu glæsilegan sigur á Ítölum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið byrjaði af krafti og skoraði tvö mörk á nokkurra mínútna kafla í fyrri hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrst á 17. mínútu og Gylfi Einarsson bætti um betur þremur mínútum síðar. Aðsóknarmetið að Laugardalsvelli frá 1968 kolféll í kvöld en alls mættu á leikinn 20.204 manns og var orðið uppselt klukkutíma fyrir leikinn. Stuðningurinn við liðið var ótrúlegur og stórkostleg sjón að sjá allan þennan mannskap saman kominn á knattspyrnuleik á Íslandi. Hafdís Guðjónsdóttir