Borgunarbikar kvenna. Stjarnan - Valur 1-0 og 1.272 áhorfendur. Stjörnustúlkur tryggðu sér í dag sigur í Borgunarbikar kvenna þegar þær lögðu Val í úrslitaleik, 1 - 0. Leikurinn var spennandi en það var fyrirliðinn, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Eins og búast var við fyrirfram var um hörkuspennandi viðureign að ræða, Stjörnustúlkur sóttu heldur meira en Valsstúlkur voru einnig ógnandi. Fyrri hálfleikur var markalaus og margir voru farnir að búast við framlengdum leik þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði glæsilegt mark þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum. Stjörnustúlkur stigu svo mikinn sigurdans þegar Gunnar Jarl Jónsson flautaði til leiksloka enda fyrsti bikarmeistaratitill Stjörnunnar í höfn. Aftari röð frá vinstri: Ingvi Þór Hermansson, Hjörtur Árni Jóhannsson og Kristinn V. Jóhannsson Fremri röð frá vinstri: Júlíus Þorvaldsson, Tryggvi Þorvaldsson og Arna Lind Kristinsdóttir
Borgunarbikar kvenna. Stjarnan - Valur 1-0 og 1.272 áhorfendur. Stjörnustúlkur tryggðu sér í dag sigur í Borgunarbikar kvenna þegar þær lögðu Val í úrslitaleik, 1 - 0. Leikurinn var spennandi en það var fyrirliðinn, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Eins og búast var við fyrirfram var um hörkuspennandi viðureign að ræða, Stjörnustúlkur sóttu heldur meira en Valsstúlkur voru einnig ógnandi. Fyrri hálfleikur var markalaus og margir voru farnir að búast við framlengdum leik þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði glæsilegt mark þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum. Stjörnustúlkur stigu svo mikinn sigurdans þegar Gunnar Jarl Jónsson flautaði til leiksloka enda fyrsti bikarmeistaratitill Stjörnunnar í höfn.