Félög í Landsbankadeild karla 2006 fengu þátttökuleyfi sín formlega afhent á kynningarfundi deildarinnar í Smárabíói síðastliðinn fimmtudag. Þetta er í fjórða sinn sem félög í deildinni gangast undir leyfiskerfi KSÍ. Efri röð frá vinstri: Björgólfur Guðmundsson stjórnarformaður Landsbankans, Börkur Edvardsson (Valur), Jónas Kristinsson (KR), Einar Kristján Jónsson (Breiðablik), Ásmundur Friðriksson (Keflavík), Eiríkur Guðmundsson (ÍA), Jón Rúnar Halldórsson (FH), Eggert Magnússon formaður KSÍ. Neðri röð frá vinstri: Magnús Gylfason (Víkingur), Hörður Antonsson (Fylkir), Jónas Þórhallsson (Grindavík), Oddný Friðriksdóttir (ÍBV).
Hægt verður að kaupa miða í netsölu á leiki Landsbankadeildar karla í sumar. Miðasöluvefurinn verður aðgengilegur af ksi.is, landsbankadeildin.is, midi.is, sem og af vefsíðum félaganna í deildinni. Á vef KSÍ er smellt á valmynd á forsíðu. Einar Sævarsson frá midi.is og Geir Þorsteinsson