Grindavík - Vilash 1-0 í INTERTOTO. Það var fyrirliðinn Ólafur Örn Bjartnason sem skoraði úr víti á 83. mínútu leiksins. Grindavík var mun betra liðið en náði ekki að nýta sér yfirburðina. Fyrsti evrópuleikur Grindavíkur í vígsluleik vallarins og nýju stúkunnar sem tekur 1.500 manns í sæti. Kostnaður stúku er um 70 millur (46.000 sætið) og kostnaður við völlinn sjálfar um 20 millur.