Tekið af Coca Cola meisturum kvenna 2002 KR. KR-stúlkur sigruðu stöllur sínar úr Val 4-3 í úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna á Laugardalsvellinum í dag. Leikurinn var fjörugur og mikið um marktækifæri, en það voru leikmenn KR sem nýttu sín færi betur og komust í 4-0 áður en Valsstúlkum tókst að svara fyrir sig með þremur mörkum. Olga Færseth gerði 2 mörk fyrir KR, en Hrefna Jóhannesdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu eitt mark hvor. Dór Stefánsdóttir, Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir og Dóra María Lárusdóttir gerðu mörk Vals.
Fylkir varð í dag Coca-Cola bikarmeistari 2002, annað árið í röð eftir stórskemmtilegan úrslitaleik gegn Fram á Laugardalsvelli. Valur Fannar Gíslason skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Fylki á 19. mínútu en Andri Fannar Ottósson jafnaði leikinn fyrir Fram rétt fyrir hálfleik. Í síðari hálfleik skoruðu Fylkismenn svo tvívegis, fyrst Sverrir Sverrisson á 56. mínútu og svo Theódór Óskarsson á þeirri 81., og tryggðu Fylkismönnum 3-1 sigur og Coca-Cola bikarinn.