Í dag fór fram kynningarfundur Pepsi-deildanna 2011 en þar eru m.a. kynntar spár forráðamanna félaga í Pepsi-deildum karla og kvenna. Val er spáð sigri í Pepsi-deild kvenna en í karladeildinni er því spáð að FH hampi titlinum. Flautað verður til leiks í Pepsi-deild karla, sunnudaginn 1. maí þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti KR og hefst þar með formlega 100 Íslandsmótið í knattspyrnu. Aftari röð frá vinstri: Fanndís Friðriksdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Fríða Þórisdóttir, Anna Þórunn Guðmundsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Laufey Björnsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir og Lára Kristín Pedersen
Það verða margir áhugaverðir leikir í 32-liða úrslitum Valitor-bikarsins, þar á meðal tveir innbyrðis leikir Pepsi-deildarliða. Bikarmeistarar FH hefja titilvörnina gegn Fylki. Dregið var í 32-liða úrslitin í dag að viðstöddum fjölda manns. Leikirnir fara fram 25. og 26. maí og mun niðurröðun liggja fyrir síðar í dag. Það voru Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Róbert B. Agnarsson, stjórnarmaður KSÍ sem sáu um dráttinn. Birkir, Viðar og Róbert.
Það verða margir áhugaverðir leikir í 32-liða úrslitum Valitor-bikarsins, þar á meðal tveir innbyrðis leikir Pepsi-deildarliða. Bikarmeistarar FH hefja titilvörnina gegn Fylki. Dregið var í 32-liða úrslitin í dag að viðstöddum fjölda manns. Leikirnir fara fram 25. og 26. maí og mun niðurröðun liggja fyrir síðar í dag. Það voru Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Róbert B. Agnarsson, stjórnarmaður KSÍ sem sáu um dráttinn. Viðar og Róbert