Viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í Landsbankadeild karla voru afhentar í dag, þriðjudag. Auðun Helgason, leikmaður Íslandsmeistara FH, var valinn besti leikmaður umferðanna, Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, var valinn besti þjálfarinn og Egill Már Markússon var valinn besti dómarinn. Lið umferða 13-18: Markvörður, Daði Lárusson FH, varnarmenn, Auðun Helgason FH, Dalibor Pauletic KR, Gunnlaugur Jónsson ÍA, Guðmundur Sævarsson FH, tengiliðir, Davíð Þór Viðarsson FH, Helgi Valur Daníelsson Fylkir, Ólafur Páll Snorrason FH, Pálmi Haraldsson ÍA, framherjar, Tryggvi Guðmundsson FH og Sigurður Ragnar Eyjólfsson ÍA. Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, afhenti viðurkenningarnar ásamt Rebekku Ólafsdóttur frá Landsbankanum.
Viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í Landsbankadeild karla voru afhentar í dag, þriðjudag. Auðun Helgason, leikmaður Íslandsmeistara FH, var valinn besti leikmaður umferðanna, Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, var valinn besti þjálfarinn og Egill Már Markússon var valinn besti dómarinn. Lið umferða 13-18: Markvörður, Daði Lárusson FH, varnarmenn, Auðun Helgason FH, Dalibor Pauletic KR, Gunnlaugur Jónsson ÍA, Guðmundur Sævarsson FH, tengiliðir, Davíð Þór Viðarsson FH, Helgi Valur Daníelsson Fylkir, Ólafur Páll Snorrason FH, Pálmi Haraldsson ÍA, framherjar, Tryggvi Guðmundsson FH og Sigurður Ragnar Eyjólfsson ÍA. Aftari röð frá vinstri: Sigurður Ragnar, Gunnlaugur, Helgi Valur, Daði, Auðun og Óli Þórðar. Fremri röð frá vinstri: Egill Már, Guðmundur, Tryggvi, Pálmi, Ólafur Páll og Davíð. Á myndina vantar Dalibor Pauletic KR.