KR og ÍBV spáð meistaratitli Kynningarfundur Landsbankadeilda karla og kvenna fór fram í Smárabíói í Smáralind í dag. Á fundinum fór fram hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna um lokastöðu liða. KR-ingum var spáð sigri í Landsbankadeild karla eins og svo oft áður, en lítill munur var á milli þeirra og Skagamanna, sem var spáð öðru sæti. Nýbökuðum Deildarbikarmeisturum ÍBV var spáð sigri í Landsbankadeild kvenna og á hæla þeirra komu Valsstúlkur. Landsbankadeild kvenna - Fyrirliðar Efri röð frá vinstri: Íris Andrésdóttir - Val, Íris Sæmundsdóttir - ÍBV, Hjördís Þorsteinsdóttir - Breiðabliki, Þóra Pétursdóttir - Þór/KA/KS, Hrafnhildur Eymundsdóttir - Fjölni Neðri röð frá vinstri: Elín Jóna Þorsteinsdóttir - KR, Hlín Pétursdóttir - FH, Harpa Þorsteinsdóttir - Stjörnunni
Fylkir-FH landsbankadeild karla fótbolti