Í kvöld fór fram samkoma knattspyrnumanna við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Veittar voru viðurkenningar fyrir knattspyrnuárið 2009 og voru þau Katrín Jónsdóttir úr Val og Atli Guðnason úr FH valin leikmenn ársins. Lið ársins í Pepsi-deild kvenna 2009: Markvörður: Sandra Sigurðardóttir – Stjarnan Varnarmenn: Erna Björk Sigurðardóttir – Breiðablik, Sif Atladóttir – Valur, Thelma Björk Einarsdóttir – Valur Tengiliðir: Dóra María Lárusdóttir – Valur, Fanndís Friðriksdóttir – Breiðablik, Katrín Jónsdóttir – Valur, Danka Podovac – Fylkir, Sara Björk Gunnarsdóttir – Breiðablik Framherjar: Rakel Hönnudóttir – Þór/KA , Kristín Ýr Bjarnadóttir – Valur Þjálfari ársins: Freyr Alexandersson – Valur Aftari röð frá vinstri: Sif, Erna Björk, Fanndís, Dóra María og Freyr. Fremri röð frá vinstri: Sandra, Thelma, Katrín, fulltrúi Danka Podovac – Fylkir, Rakel, Kristín og Sara Björk.