Dregið var í undanúrslit VISA-bikars karla á Hótel Nordica í hádeginu í dag, þriðjudag. Liðin sem mætast eru KA - ÍA annars vegar, og FH - KR hins vegar. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli, hefjast kl. 19:40 og verða í beinni útsendingu á RÚV. KR-ingar hafa oftast allra liða orðið bikarmeistarar, eða 10 sinnum, en Skagamenn hafa unnið bikarinn 8 sinnum. Hvorki KA né FH hafa hampað bikarmeistaratitli, en bæði félög hafa þó leikið tvisvar sinnum til úrslita. Kristján Finnbogason (KR) og Heimir Guðjónsson (FH)