KR og Breiðablik Íslandsmeistarar innanhúss, KR sigraði hjá konunum og Breiðablik hjá körlunum. KR mætti Stjörnunni í úrslitaleik kvennaflokks og sigruðu með tveimur mörkum gegn engu. KR hafði áður unnið Val í undanúrslitum en Stjörnustúlkur slógu út Keflvíkinga. Blikar báru svo sigurorð af Keflavík í úrslitaleik í karlaflokki með sjö mörkum gegn þremur. Áður höfðu Breiðabliksmenn sigrað Fram í undanúrslitum en Keflvíkingar unnu Valsmenn. Olga Færseth, Helena Ólafsdóttir þjálfari, Embla Grétarsdóttir, Hrefna Jóhannsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Valdís Rögnvaldsdóttir, Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Guðný Guðleif Einarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Agnes Þóra Árnadóttir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir,