Tryggvi kjörinn besti leikmaður umferða 1-6 Willum Þór kjörinn besti þjálfarinn og Kristinn besti dómarinn. Í hádeginu í dag, miðvikudag, voru afhentar viðurkenningar fyrir umferðir 1-6 í Landsbankadeild karla. Afhendingin fór fram í Iðnó við Reykjavíkurtjörn. Val á liði, leikmanni, þjálfara og dómara tiltekinna umferða fer fram í samstarfi Landsbankans og KSÍ við fjölmiðla og aðra aðila. Efri röð frá vinstri: Kristinn Jakobsson, Willum Þór Þórsson, Bjarni Þórður Halldórsson, Guðmundur Sævarsson, Helgi Valur Daníelsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Atli Sveinn Þórarinsson og Auðun Helgason. Neðri röð frá vinstri: Matthías Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson, Jón Þorgrímur Stefánsson, Tryggvi Guðmundsson og Guðmundur Benediktsson.
Edda Garðarsdóttir valin leikmaður umferða 1-7 Úlfar Hinriksson valinn besti þjálfarinn Í hádeginu í dag, fimmtudag, voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 1-7 í Landsbankadeild kvenna. Tilkynnt var um val á liði umferða 1-7, val á besta leikmanni umferðanna og besta þjálfara. Edda Garðarsdóttir úr Breiðabliki var valin besti leikmaður umferðanna og Úlfar Hinriksson, þjálfari Breiðabliks, var valinn besti þjálfarinn. Efri röð frá vinstri: Úlfar Hinriksson, Hólmfríður Magnúsdóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Þóra B. Helgadóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Hrefna Jóhannesdóttir. Neðri röð frá vinstri: Erna B. Sigurðardóttir, Ásta Árnadóttir, Laufey Ólafsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir.