Þetta er þegar Grindavík spilaði úti leik gegn Karnten frá Klagenfurt ( Austurríki ) árið 2003 og tapaðist 2 -1. Efri röð frá vinstri: Helgi Már Helgason, Ólafur Bjarnason, Alfreð Jóhannsson, Gestur Gylfason, Guðmundur Bjarnason Neðri röð frá vinstri: Eyþór Atli Einarsson, Paul McShane, Sinisa Kekic, Mathias Jack, Óli Stefán Flóventsson, Óðinn Árnason, Þjálfari var Bjarni Jóhannsson Seinni leikurinn heima fór 1 -1 og jöfnuðu Karten menn á 94 min með klaufa marki.
Tekið af Coca Cola meisturum kvenna 2002 KR. KR-stúlkur sigruðu stöllur sínar úr Val 4-3 í úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna á Laugardalsvellinum í dag. Leikurinn var fjörugur og mikið um marktækifæri, en það voru leikmenn KR sem nýttu sín færi betur og komust í 4-0 áður en Valsstúlkum tókst að svara fyrir sig með þremur mörkum. Olga Færseth gerði 2 mörk fyrir KR, en Hrefna Jóhannesdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu eitt mark hvor. Dór Stefánsdóttir, Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir og Dóra María Lárusdóttir gerðu mörk Vals.