Valsmenn tryggðu sér í gær sigur í kynningarmótinu í Futsal með sigri á Fylki með níu mörkum gegn fjórum. Ein umferð er eftir af mótinu en Valsmenn hafa unnið alla sína leiki og hafa því tryggt sér sigur. Það voru hinsvegar Fylkismenn sem byrjuðu betur í leiknum í gær en leikurinn var leikinn í íþróttahúsinu Austurbergi. Þeir mættu ákveðnir til leiks og höfðu forystu í hálfleik með þremur mörkum gegn einu. En hlutirnir geta gerst fljótt í Futsal og þegar aðeins 58 sekúndur voru liðnar af seinni hálfleik voru Valsmenn búnir að jafna og höfðu fengið dæmda vítaspyrnu. Hún nýttist ekki en þeir bættu svo fjórða markinu við stuttu síðar. Ungt lið Fylkismanna jafnað metin jafn harðan en Valsmenn voru mun sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum öruggan sigur, 9-4. Það var svo framkvæmdarstjóri KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti Valsmönnum sigurverðlaun sín að loknum leiknum. Pálmi Rafn Pálmason tekur við bikarnum