Keflvíkingar meistarar innanhúss Keflvíkingar komust reyndar naumlega upp úr sínum riðli inn í úrslitakeppni karla, en léku mjög vel eftir það og voru vel að sigrinum komnir. Á leið sinni í úrslitaleikinn unnu þeir Fjölni í 8-liða úrslitum og Breiðablik í undanúrslitum. Mótherjarnir í úrslitaleiknum sjálfum voru KR-ingar og þar höfðu liðsmenn Keflavíkur betur í hörkuleik með marki frá Herði Sveinssyni. Hjörvar
Keflvíkingar meistarar innanhúss Keflvíkingar komust reyndar naumlega upp úr sínum riðli inn í úrslitakeppni karla, en léku mjög vel eftir það og voru vel að sigrinum komnir. Á leið sinni í úrslitaleikinn unnu þeir Fjölni í 8-liða úrslitum og Breiðablik í undanúrslitum. Mótherjarnir í úrslitaleiknum sjálfum voru KR-ingar og þar höfðu liðsmenn Keflavíkur betur í hörkuleik með marki frá Herði Sveinssyni.
Blikar meistarar innanhúss. Breiðablik vann sinn riðil í kvennaflokki nokkuð örugglega, en mótlætið var meira í úrslitakeppninni. Keflavíkurstúlkur voru lagðar að velli í undanúrslitum og í úrslitaleiknum unnu Blikastúlkur sigur á KR eftir vítaspyrnukeppni. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir náði forystunni fyrir Breiðablik í leiknum, en Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði fyrir KR. Það var síðan Þóra B. Helgadóttir sem tryggði Blikum sigur í vítaspyrnukeppni - skoraði fyrst fyrir sitt lið og varði svo spyrnu KR. Greta Mjöll Samúelsdóttir og Katrín Ómarsdóttir