Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, á æfingu hjá 6. flokki Fjarðabyggðar
Frá vinstri eru Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, Valdemar Einarsson, landshlutafulltrúi Austurlands, Jóhann Eðvald Benediktsson, mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ
Árlegur kynningarfundur Pepsi-deildanna fór fram í dag og var hann haldinn á Reykjavík Hilton Nordica. Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna í Pepsi-deildum karla og kvenna og er Stjörnunni spáð sigri í Pepsi-deild kvenna en FH í Pepsi-deild karla. Á fundinum var KSÍ afhent formlega verðlaun fyrir markaðssetningu á Pepsi-deildunum. Verðlaunin voru kynnt í nóvember en það var Hollendingurinn Michael van Praag, stjórnarmaður UEFA, sem afhenti Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, verðlaunin. Geir kallaði svo Andra Guðmundsson, forstjóra Ölgerðarinnar, til sín og taldi það vel viðeigandi að Ölgerðin fengju þessi verðlaun á 100 ára afmæli fyrirtækisins. Alls voru 15 þjóðir sem kepptu um þessi verðlaun sem nefnast "Best Sponsorship Activation". "Ástríða fyrir íslenskri knattspyrnu" var heitið á herferðinni og vann Ölgerðin efnið með VERT-markaðsstofu þar sem reynt var að varpa ljósi á hvað það er sem gerir íslenska knattspyrnu einstaka og sérstaða hvers liðs dregin fram. Michael van Praag