KR og Breiðablik Íslandsmeistarar innanhúss, KR sigraði hjá konunum og Breiðablik hjá körlunum. KR mætti Stjörnunni í úrslitaleik kvennaflokks og sigruðu með tveimur mörkum gegn engu. KR hafði áður unnið Val í undanúrslitum en Stjörnustúlkur slógu út Keflvíkinga. Blikar báru svo sigurorð af Keflavík í úrslitaleik í karlaflokki með sjö mörkum gegn þremur. Áður höfðu Breiðabliksmenn sigrað Fram í undanúrslitum en Keflvíkingar unnu Valsmenn. Efri röð frá vinstri: Helena Ólafsdóttir þjálfari, Embla Grétarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Guðný Guðleif Einarsdóttir, Agnes Þóra Árnadóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir aðstoðarþjálfari, Sigríður Fanney Pálsdóttir liðsstjóri Neðri röð frá vinstri: Hrefna Jóhannsdóttir, Olga Færseth, Berglind Magnúsdóttir, Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, Valdís Rögnvaldsdóttir.