Í tilefni af 60 ára afmæli ÍA voru 10 einstaklingar sæmdir heiðursmerkjum KSÍ. Eru þetta allt einstaklingar sem hafa verið ómetanlegir fyrir knattspyrnuna á Akranesi sem og knattspyrnuhreyfinguna í heild. Fyrir leik Íslands og Andorra sæmdi Eggert Magnússon formaður KSÍ eftirtalda aðila heiðursmerkjum KSÍ: Gullmerki: Gísli Gíslason, Guðjón Guðmundsson, Guðjón Þórðarson, Hörður Helgason, Teitur Þórðarson og Þröstur Stefánsson Silfurmerki: Alexander Högnason, Haraldur Ingólfsson, Ólafur Þórðarson og Andrés Ólafsson Eggert Magnússon og Guðjón Þórðarson