Í kvöld fór fram samkoma knattspyrnumanna við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Veittar voru viðurkenningar fyrir knattspyrnuárið 2009 og voru þau Katrín Jónsdóttir úr Val og Atli Guðnason úr FH valin leikmenn ársins. Efnilegustu leikmenn ársins komu báðir úr röðum Breiðabliks, hjá konunum var það Fanndís Friðriksdóttir og hjá körlunum var það Alfreð Finnbogason. Leikmenn ársins og efnilegustu leikmenn ársins fengu afhent Icelandairhornin ásamt ferðavinningi frá Icelandair, gjafabréfi og eignabikar.