Fylkir varð í dag Coca-Cola bikarmeistari 2002, annað árið í röð eftir stórskemmtilegan úrslitaleik gegn Fram á Laugardalsvelli. Valur Fannar Gíslason skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Fylki á 19. mínútu en Andri Fannar Ottósson jafnaði leikinn fyrir Fram rétt fyrir hálfleik. Í síðari hálfleik skoruðu Fylkismenn svo tvívegis, fyrst Sverrir Sverrisson á 56. mínútu og svo Theódór Óskarsson á þeirri 81., og tryggðu Fylkismönnum 3-1 sigur og Coca-Cola bikarinn.