Kynningarfundur fyrir Landsbankadeild kvenna var haldinn á Nordica Hótel í dag, miðvikudag, en þar fór m.a. fram hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna í deildinni um lokastöðu liða. Val er spáð titlinum í ár, Íslandsmeisturum KR öðru sæti en Breiðabliki því þriðja. Hér að neðan má sjá spána í heild sinni. 1. Valur 176, 2. KR 160, 3. Breiðablik 151 4. ÍBV 129, 5. Þór/KA/KS 86, 6. Stjarnan 83, 7. Þróttur/Haukar 42, 8. FH 37 Ánægðir með samninginn. Eggert Magnússon, formaður KSÍ og Kristján Guðmundsson, markaðsstjóri Landsbankans.