Í dag voru afhentar viðurkenningar vegna umferða 1-6 í Símadeild karla, en fjölmiðlar kusu lið, leikmann, þjálfara og dómara fyrstu 6 umferðanna í deildinni. Willum Þór Þórsson var kjörinn besti þjálfarinn, Sigurvin Ólafsson besti leikmaðurinn og Gylfi Þór Orrason besti dómarinn. Lið umferða 1-6 (4-4-2) Markvörður: Kristján Finnbogason KR Varnarmenn: Ólafur Örn Bjarnason Grindavík, Kristján Sigurðsson KA, Gunnar Þór Pétursson Fylkir, Zoran Ljubicic Keflavík Tengiliðir: Einar Þór Daníelsson KR, Sigurvin Ólafsson KR, Finnur Kolbeinsson Fylkir, Ellert Jón Björnsson ÍA Framherjar: Jóhann Þórhallsson Þór, Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV
Frá drætti í undanúrslitum 2002