Kynningarfundur fyrir Landsbankadeild karla var haldinn á Nordica Hótel í dag, en þar fór m.a. fram hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna í deildinni um lokastöðu liða. Hér að neðan má sjá spána í heild sinni. 1. KR 277, 2. Grindavík 250, 3. Fylkir 246, 4. ÍA 218, 5. Fram 160, 6. Þróttur R. 113, 7. ÍBV 102, 8. KA 97, 9. FH 95, 10. Valur 92 Fyrirliðar félaga í Landsbankadeild karla. Efri röð frá vinstri: Páll Einarsson, Þrótti, Birkir Kristinsson, ÍBV, Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík, Gunnlaugur Jónsson, ÍA, og Heimir Guðjónsson, FH. Neðri röð frá vinstri: Ágúst Gylfason, Fram, Finnur Kolbeinsson, Fylki, Sigurbjörn Hreiðarsson, Val, og Einar Þór Daníelsson, KR. Á myndina vantar fyrirliða KA.
Kynningarfundur fyrir Landsbankadeild karla var haldinn á Nordica Hótel í dag, en þar fór m.a. fram hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna í deildinni um lokastöðu liða. Hér að neðan má sjá spána í heild sinni. 1. KR 277, 2. Grindavík 250, 3. Fylkir 246, 4. ÍA 218, 5. Fram 160, 6. Þróttur R. 113, 7. ÍBV 102, 8. KA 97, 9. FH 95, 10. Valur 92 Þjálfarar félaga í Landsbankadeild karla. Efri röð frá vinstri: Magnús Gylfason, ÍBV, Bjarni Jóhannsson, Grindavík, Þorlákur Árnason, Val, Willum Þór Þórsson, KR, Ásgeir Elíasson, Þrótti, og Ólafur Jóhannesson, FH. Neðri röð frá vinstri: Kristinn R. Jónsson, Fram, Ólafur Þórðarson, ÍA, Aðalsteinn Víglundsson, Fylki, og Þorvaldur Örlygsson, KA.