Ísland - Eistland 12 - 0 Eftir leikinn var glatt á hjalla hjá leikmönnum og starfsmönnum liðsins. Við það tækifæri fékk Dóra María Lárusdóttir styttu að gjöf frá KSÍ fyrir að hafa leikið 50 landsleiki en þeim áfanga náði hún í úrslitakeppni EM í Finnlandi á dögunum. Við sama tækifæri fékk svo Kristín Ýr Bjarnadóttir nýliðamerki KSÍ en hún lék sinn fyrsta landsleik í gærkvöldi. Það voru þau Gylfi Orrason, varaformaður KSÍ og Guðrún Inga Sívertsen formaður landsliðsnefndar kvenna, sem að sáu um afhendinguna. Gylfi og Dóra