Mænuskaðastofnun er sjálfseignarstofnun sem hefur það að markmiði sínu að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að lækning á mænuskaða verði að veruleika. Stofnunin leitaði til nokkurra landsliðskvenna til þess að vekja athygli á starfsemi stofnunarinnar og var það auðsótt mál. Í dag voru nokkrar landsliðskonur við myndatökur á Laugardalsvelli en þar voru teknar myndir fyrir auglýsingu sem birt verður á vegum Mænuskaðastofnunnar á næstu dögum. Til að fræðast nánar um starfsemi Mæðuskaðastofnun er bent á heimasíðu stofnunarinnar. Landsliðskonurnar Guðbjörg Gunnarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir sjást hér á myndunum að neðan bregða á leik með Tinnu Rut Einarsdóttur.