Ísland - Svíþjóð 1-1. Leikið var á Akranesi við bestu aðstæður, í sól og blíðu. Ísland skoraði í fyrri hálfleik 1-0 og var það Rakel Logadóttir sem skoraði á ca. 20 mínútu. Svíar jöfnuðu svo metin í byrjun seinni hálfleiks ca.50 mínútu. Efri röð frá vinstri: Elfa B Erlingsdóttir, Hjördís Þorsteinsdóttir, Guðrún S Gunnarsdóttir, Hrefna H Jóhannesdóttir, Laufey Ólafsdóttir, Erna B Sigurðardóttir. Neðri röð frá vinstri: Elín J Þorsteinsdóttir, Edda Garðarsdóttir fyrirliði, Þóra B. Helgadóttir, Katrín Heiða Jónsdóttir og Rakel Logadóttir.