Ísland – Tyrkland 2-0, undankeppni EM2011 á Víkingsvelli. Lið Íslands, (hópurinn): 1 Bergsteinn Magnússon, 2 Guðmundur Friðriksson, 3 Aron Grétar Jafetsson, 4 Sindri Snæfells Kristinsson, 5 Hjörtur Hermannsson, 6 Þórður Jón Jóhannesson, 7 Arnar Aðalgeirsson, 8 Oliver Sigurjónsson, 9 Fjalar Örn Sigurðsson, 10 Aron Elís Þrándarson, 11 Árni Vilhálmsson, 12 Magnús Gunnarsson, 13 Hafþór Mar Aðalgeirsson, 14 Hallgrímur Andri Jóhannsson, 15 Davíð Örn Atlason, 16 Orri Sigurður Ómarsson, 17 Ívar Örn Jónsson, 18 Ragnar Bragi Sveinsson. Markalaust var í leikhléi. Eftir fjórar mínútur í síðari hálfleiknum fékk einn leikmanna Tyrkja að líta rauða spjaldið. Íslensku strákarnir færðu sér það í nyt á 57. mínútu þegar Hjörvar Hermannsson skoraði með skalla eftir langt innkast frá Orra Sigurði Ómarssyni. Það var gríðarlega hart barist á leikvellinum og á 74. mínútu fékk annar leikmaður Tyrkja rauða spjaldið, í þetta skiptið þegar hann braut á Ragnari Braga Sveinssyni þegar hann var sloppinn einn inn fyrir. Lokamínúturnar voru æsispennandi því að gestirnir gáfust ekki upp og freistuðu þess að jafna metin. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, á 83. mínútu, fengu Íslendingar svo vítaspyrnu sem Oliver Sigurjónsson nýtti og glæsilegur sigur íslensku strákanna í höfn.