Frá NM U17 2002 kvenna sem haldið var hér á landi 2. - 8. júlí. Mótið var spilað í góðu veðri við ágætis aðstæður, í Sandgerði, Grindavík, Mosfellsbæ, Akranesi, Kópavogi, á Fjölnisvelli, Valsvelli, Víkinsvelli, KR- velli og endaði á Laugardalsvelli. Klara Bjartmarz sá um mestan undirbúning og henni til aðstoðar með framkvæmd leikja voru Jóhann G. Kristinsson og Gunnar Gylfason. Fjöldi fylgdarmanna og annara starfaði líka við mótið. Danmörk vann Svíþjóð 2-1 í úrslitaleik, Ísland vann Holland 2-0 um 3. sætið, Frakkland vann Þýskaland um 5. sætið og Noregur vann Finnland 2-1 um 7. sætið.
Ísland - Svíþjóð 1-3 í Egilshöll Markvörður: Dúfa D. Ásbjörnsdóttir. Varnarmenn: Íris Andrésdóttir (fyrirliði), Silja Þórðardóttir, Ásta Árnadóttir og Embla S. Sigurðardóttir. Tengiliðir: Hólmfríður Magnúsdóttir, Laufey Jóhannsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Hrefna Jóhannesdóttir. Framherji: Elín Anna Steinarsdóttir. Dómari Kristinn Jakobsson, Eyjólfur Finnsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson. Fjórði maður Gunnar Gylfason. U21 landslið kvenna tapaði 1-3 gegn Svíum í vináttulandsleik í Egilshöll í dag, laugardag. Jafnræði var með liðunum lengst af leiknum og góð færi á báða bóga. Dóra María Lárusdóttir náði forystunni fyrir Ísland eftir um stundarfjórðung, en meira var ekki skorað í fyrri hálfleik. Um miðjan síðari hálfleikinn jöfnuðu gestirnir og náðu síðan að bæta við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Íris Andrésdóttir, Ólafur Ingvar Guðfinnsson, Kristinn Jakobsson, Eyjólfur Finnsson og fyrirliði Svía.