Frá NM U17 2002 kvenna sem haldið var hér á landi 2. - 8. júlí. Mótið var spilað í góðu veðri við ágætis aðstæður, í Sandgerði, Grindavík, Mosfellsbæ, Akranesi, Kópavogi, á Fjölnisvelli, Valsvelli, Víkinsvelli, KR- velli og endaði á Laugardalsvelli. Klara Bjartmarz sá um mestan undirbúning og henni til aðstoðar með framkvæmd leikja voru Jóhann G. Kristinsson og Gunnar Gylfason. Fjöldi fylgdarmanna og annara starfaði líka við mótið. Danmörk vann Svíþjóð 2-1 í úrslitaleik, Ísland vann Holland 2-0 um 3. sætið, Frakkland vann Þýskaland um 5. sætið og Noregur vann Finnland 2-1 um 7. sætið.